• Læsisstefnan - Læsi er lykillinn

  Læsisstefnan – Læsi er lykillinn

  Á degi læsis þann 8. september var kynnt ný læsisstefna Akureyrarbæjar, Læsi er lykillinn. Krógaból tók þátt í að móta stefnuna og vinnum við eftir henni í leikskólanum. Heimasíða læsisstefnunnar er opin öllum en á […]

  Lesa meira
 • Næringarstefna Heilsuleikskólanna

  Næringarstefna Heilsuleikskólanna

  Rannsóknir sýna að mataræði og næringarástand barna hefur áhrif á heilsu þeirra, þroska, vöxt og alhliða líðan. Heilsuleikskólar kappkosta að auka velferð barna með góðri næringu og hafa að leiðarljósi næringarstefnu sem unnin er af […]

  Lesa meira
 • Skóladagatal

  Skóladagatal

  Nú er skóladagatalið komið á vefinn. Skóladagatal 2017-2018

  Lesa meira
 • Hreyfistundir og vorhlaup

  Hreyfistundir og vorhlaup

  Á veturna fara öll börn á Krógabóli í skipulagða hreyfistund einu sinni í viku. Þar er unnið með ýmis þemu eins og t.d. dans, jóga, þrek, boltafærni o.fl. Lokapunkturinn á íþróttatímunum er vorhlaup Krógabóls sem […]

  Lesa meira
 • Málrækt og snjalltækni

  Málrækt og snjalltækni

  Krógaból hefur frá haustinu 2014 verið í þróunarverkefni um læsi í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með þróunarverkefninu er að vinna með málþroska og læsi í gegnum leik og sköpun á […]

  Lesa meira

Heilsuleikskólinn Krógaból

Krógaból er heilsuleikskóli sem leggur áherslu á lífsleikni, málrækt og sköpun í daglegu starfi. Við vinnum eftir námskrá Krógabóls sem byggir á Aðalnámskrá leikskóla.

Í námskrá Krógabóls er unnið út frá ákveðnum hornsteinum þ.e. heilsu, lífsleikni, málrækt og sköpun. Inn í þessa fjóra þætti fléttast námssvið Aðalnámskrár leikskóla; læsi, heilbrigði og vellíðan, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun og sjálfbærni.

Stefna Krógabóls er að börnin tileinki sér lífsleikni í gegnum allt nám leikskólans. Lífsleikni byggist á alhliða þroska, færni til samskipta og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. Lögð er áhersla á að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hreyfingu, næringu og lífsgleði í leik og starfi.

Námsleiðir í leikskóla eru fjölbreyttar en leikurinn er aðalnámsleiðin og sú sem lögð er mest áhersla á. Í gegnum leikinn öðlast börn reynslu, auka við þekkingu sína, læra að eiga samskipti hvert við annað og ráða fram úr ágreiningsefnum. Samhliða leiknum gefast mörg tækifæri til náms í gegnum daglegt starf.

 

Áhugavert efni

 • Hollt mataræði

  Hollt mataræði

  Góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði stóra og smáa. Við mælum með því að foreldrar kíki á þennan vandaða bækling frá Embætti landlæknis. Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. 

   
 • Málþroski leikskólabarna

  Málþroski leikskólabarna

  Reykjavíkurborg hefur gefið út frábæra bæklinga þar sem fjallað er um málþroska barna upp að 12 ára aldri. Hægt er að skoða þetta vandaða efni með því að smella á krækjurnar hér fyrir neðan: Málþroski 0-3 […]

   
 • Lestur gerir alla snjalla...

  Lestur gerir alla snjalla…

  Á þessu plaggati frá Menntamálastofnun má finna góð ráð sem ýta undir málþroska og læsi hjá börnum á leikskólaaldri. Mælum með því að allir foreldrar kíki á þetta. Góð ráð varðandi læsi í leikskóla

   
 • Læsisstefnan - Læsi er lykillinn

  Læsisstefnan – Læsi er lykillinn

  Á degi læsis þann 8. september var kynnt ný læsisstefna Akureyrarbæjar, Læsi er lykillinn. Krógaból tók þátt í að móta stefnuna og vinnum við eftir henni í leikskólanum. Heimasíða læsisstefnunnar er opin öllum en á […]

   
 • Næringarstefna Heilsuleikskólanna

  Næringarstefna Heilsuleikskólanna

  Rannsóknir sýna að mataræði og næringarástand barna hefur áhrif á heilsu þeirra, þroska, vöxt og alhliða líðan. Heilsuleikskólar kappkosta að auka velferð barna með góðri næringu og hafa að leiðarljósi næringarstefnu sem unnin er af […]

   
 • Skóladagatal

  Skóladagatal

  Nú er skóladagatalið komið á vefinn. Skóladagatal 2017-2018

   
 • Hreyfistundir og vorhlaup

  Hreyfistundir og vorhlaup

  Á veturna fara öll börn á Krógabóli í skipulagða hreyfistund einu sinni í viku. Þar er unnið með ýmis þemu eins og t.d. dans, jóga, þrek, boltafærni o.fl. Lokapunkturinn á íþróttatímunum er vorhlaup Krógabóls sem […]

   
 

Krógaból á Facebook

Við minnum á að nú fara allar fréttir inn á Facebook. Allar myndir af börnum og fréttir frá deildum fara inn í lokaða hópa þar sem aðeins eru kennarar og foreldrar á hverri deild fyrir sig. Það er von okkar að upplýsingar skili sér betur með þessu móti til foreldra. Til að gerast vinur Krógabóls þarf að leita að Heilsuleikskólinn Krógaból á Facebook og senda vinabeiðni. Einungis foreldrar og kennarar fá aðgang að þessari síðu.

Fyrir aðra sem hafa áhuga á að fylgjast með starfinu bendum við á opna heimasíðu Krógabóls á Facebook en hana má finna með því að leita að Krógaból.

 

Facebook

KRÓGABÓL Á FACEBOOK

 

Gagnlegar upplýsingar

Foreldrar athugið að leikskólinn er lokaður eftirfarandi daga á skólaárinu 2017-2018 vegna starfs- og skipulagsdaga.

14. september 2017
15. september 2017
27. október 2017

2. janúar 2018
26. mars 2018
11. maí 2018

 

Heilsustefnan

Heilsustefnan

Markmið heilsustefnunnar er að stuðla að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.

Í heilsuleikskóla er heilsuefling höfð að leiðarljósi í einu og öllu. Markmið heilsustefnunnar er að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar.

Áhersluþættir heilsuleikskóla geta verið mismunandi eftir leikskólum en næring, hreyfing og listsköpun skal ávallt vera aðalsmerki þeirra.