VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ VEFURINN ER Í VINNSLU.
EKKI ER VÍST AÐ ALLIR TENGLAR VIRKI SEM SKYLDI.

 

HEILSULEIKSKÓLINN KRÓGABÓL

Krógaból er heilsuleikskóli sem leggur áherslu á lífsleikni, málrækt og sköpun í daglegu starfi. Við vinnum eftir námskrá Krógabóls sem byggir á Aðalnámskrá leikskóla.

Í námskrá Krógabóls er unnið út frá ákveðnum hornsteinum þ.e. heilsu, lífsleikni, málrækt og sköpun. Inn í þessa fjóra þætti fléttast námssvið Aðalnámskrár leikskóla; læsi, heilbrigði og vellíðan, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun og sjálfbærni.

Stefna Krógabóls er að börnin tileinki sér lífsleikni í gegnum allt nám leikskólans. Lífsleikni byggist á alhliða þroska, færni til samskipta og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. Lögð er áhersla á að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hreyfingu, næringu og lífsgleði í leik og starfi.

Námsleiðir í leikskóla eru fjölbreyttar en leikurinn er aðalnámsleiðin og sú sem lögð er mest áhersla á. Í gegnum leikinn öðlast börn reynslu, auka við þekkingu sína, læra að eiga samskipti hvert við annað og ráða fram úr ágreiningsefnum. Samhliða leiknum gefast mörg tækifæri til náms í gegnum daglegt starf.

Gagnlegar upplýsingar

Skipulagsdagar á vorönn 2016 eru eftirfarandi:
4. janúar 2016
1. apríl 2016
6. maí 2016
Þessa daga er lokað í leikskólanum.

Sumarlokun Krógabóls verður í fjórar vikur frá 27. júní – 22. júlí 2016.

Hægt að skoða/hlaða niður skóladagatali Krógabóls 2015-2016 með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Skóladagatal 2015-2016