Rannsóknir sýna að mataræði og næringarástand barna hefur áhrif á heilsu þeirra, þroska, vöxt og alhliða líðan. Heilsuleikskólar kappkosta að auka velferð barna með góðri næringu og hafa að leiðarljósi næringarstefnu sem unnin er af næringar- og lýðheilsufræðingum í takti við opinberar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Í heilsuleikskólum er fjölbreytni í fæðuvali í hávegum höfð auk þess sem mikil áhersla er lögð á að elda allan mat frá grunni. Með fjölbreytni að leiðarljósi er passað upp á að ráðlögðum dagskammti sé náð og stuðlað að heilbrigðum matarvenjum til framtíðar.

Hægt er að skoða næringarstefnuna með  því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:
Næringarstefna Heilsuleikskólanna