13723902_271882209834845_3139927060210066081_o

Krógaból er heilsuleikskóli og aðili að samtökum heilsuleikskóla. Í leikskólanum er heilsuefling höfð að leiðarljósi. Markmið heilsustefnunnar er að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Lögð er áhersla á hreyfingu, fræðslu og að börnin fái hollan og næringarríkan mat úr sem flestum fæðuflokkum daglega.

Markmið heilsustefnunnar eru:
Að stuðla að andlegri og líkamlegri heilsu barna.
Að stuðla að heilsueflingu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.

Námsleiðir:
Heilsustefnan litar allt starf leikskólans.
Skipulagðar hreyfistundir, dagleg hreyfing og útivist.
Fræðsla og gott mataræði.