Á degi læsis þann 8. september var kynnt ný læsisstefna Akureyrarbæjar, Læsi er lykillinn. Krógaból tók þátt í að móta stefnuna og vinnum við eftir henni í leikskólanum.

Heimasíða læsisstefnunnar er opin öllum en á síðunni er að finna alls kyns efni sem er hagnýtt bæði fyrir kennara, foreldra og aðra sem hafa áhuga á málþroska og læsi barna. Við hvetjum foreldra til að kíkja á síðuna og skoða það efni sem þar er í boði.

Vefsíðan Læsi er lykillinn.