cvfgf

Stefna Krógabóls er að börn tileinki sér lífsleikni í gegnum allt námið í leikskólanum. Lífsleikni byggist á alhliða þroska, færni til samskipta, rökrænni tjáningu og virðingu fyrir umhverfinu.

Markmið lífsleikninnar eru:
Að börnin verði sjálfstæðir einstaklingar og öðlist trú á eigin getu.
Að börnin tileinki sér innri aga og séu fær um að sýna kurteisi og samkennd.
Að börnin temji sér virðingu fyrir umhverfi sínu og leikefni.
Að börnin læri að þekkja tilfinningar sínar og að hafa taumhald á þeim.

Námsleiðir:
Lífsleikni er kennd með hjálp dygða í verkefnavinnu, leik og í gegnum daglegt starf.
Allt starf leikskólans litast af dygðum og lífsleikni er sem rauður þráður í öllu okkar starfi.