cvfgf

Málrækt og sköpun eru samofin daglegu starfi í leikskólanum. Börn hafa mikla þörf fyrir að tjá sig og skapa. Sköpunargleðin og ímyndunaraflið fá best að njóta sín í gegnum leik með fjölbreyttan efnivið. Sjálft sköpunarferlið skiptir meira máli en útkoman þ.e.a.s. að fá að prófa sig áfram, gera tilraunir og þjálfa upp færni á eigin forsendum.

Markmið málræktar eru:
Að gefa börnum tækifæri á að kynnast tungumálinu og möguleikum þess á fjölbreyttan hátt í leik og starfi.

Námsleiðir:
Í daglegu starfi og leik gefast mörg tækifæri til að vinna með málið t.d. í gegnum umræður, hlutverkaleiki, samverustundir, borðvinnu, skipulagt starf og lestur. Í dagsins önn er unnið
með orðaforða barnanna með því að setja orð á athafnir og hluti. Málræktin fléttast inn í allt starf leikskólans.

Markmið sköpunar eru:
Að efla forvitni og sköpunargleði barna.
Að ýta undir sjálfstraust og ímyndunarafl barna.

Námsleiðir:
Sköpun er hluti af heilsustefnunni og stór þáttur í leikskólastarfinu. Í daglegu starfi er unnið með myndlist, tónlist og önnur listform eftir því sem við á. Lögð er áhersla á gleði og samskipti, að börnin fái tækifæri til að gera tilraunir, æfa sig og efla sjálfstraustið. Við leggjum mikið upp úr leiknum en leikurinn er skapandi námsleið, í gegnum hann læra börn, prófa nýja hæfni og skapa ævintýraheima.