Krógaból hefur frá haustinu 2014 verið í þróunarverkefni um læsi í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

Markmiðið með þróunarverkefninu er að vinna með málþroska og læsi í gegnum leik og sköpun á fjölbreyttan hátt m.a. með því að nota snjalltækni.

Í nóvember verður opnuð vefsíða tileinkuð verkefninu en þar verður m.a. að finna upplýsingar um hvernig hægt er að vinna á skapandi hátt með snjalltækni í leikskólastarfi, lista yfir áhugaverð smáforrit og verkefni sem börnin hafa tekið þátt í að búa til.