Frá janúar 2012 hefur verið sameginlegur matseðill í öllum leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Matseðillinn rúllar á 7 vikna fresti. Matráðar hafa úr nokkrum uppskriftum að velja hvern dag. Allar uppskriftir voru yfirfarnar vor og haust 2015 og var þá bætt við 10 nýjum uppskriftum. Farið er eftir ráðleggingum frá Landlæknisembættinu en þær styðjast vð samnorrænar ráðleggingar.

Hér má sjá bæklinginn frá Landlæknisembættinu:
Ráðleggingar um mataræði

Matseðillinn er byggður upp á eftirfarandi hátt:
Fiskur eða fiskréttir tvisvar í viku. Líka feitur fiskur
Kjöt eða kjötréttir tvisvar í viku
Súpur, skyr, hrísgrjónagrautur eða léttur réttur einu sinni í viku
Grænmeti, salat og ávextir í boði alla daga
Gróft brauð (með háu hlutfalli trefja)
Grænmetisréttur, tvisvar sinnum í mánuði í stað kjötrétta.

Á síðu Skóladeildar Akureyrar má sjá hverja viku fyrir sig.
Matseðill skólaárið 2016-2017
Uppskriftir
Nánari upplýsingar