Stutt ágrip af sögu leikskólans

Leikskólinn Krógaból tók til starfa 19. júní 1986. Hann var fyrst rekinn af foreldrum í Löngumýri 16. Árið 1989 flutti leikskólinn í Glerárkirkju í hluta af núverandi húsnæði og voru þar 24 rými. Akureyrarbær tók síðan við rekstrinum tæpu ári seinna. Sumarið 1994 sameinaðist leikskólinn Sunnuból Krógabóli og varð þá til leikskóli með rými fyrir 72 börn og fjórar deildir. Krógaból stækkaði síðan enn og aftur 3. september 2001 úr 72 rýmum í 99 rými og varð þá fimm deilda leikskóli. Í dag er barnafjöldinn í kringum 105 og starfsmenn í kringum 30.