Sérfræðiþjónusta í leik- og grunnskólum

Fjölskyldudeild sinnir sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskóla að því er varðar málefni einstakra nemenda. Skólarnir vísa málum nemenda til deildarinnar með samþykki foreldra á sérstökum tilvísunarblöðum. Einnig geta foreldrar leitað beint eftir aðstoð vegna barna sinna.
Meðferð mála

Sem dæmi um vanda barns sem leitað er aðstoðar fyrir má nefna sértæka námserfiðleika, þroskafrávik, hegðunarvanda, einelti og tilfinningalega erfiðleika.

Starfsmenn meta vanda barns með prófunum, viðtölum og skoðun á stöðu barnsins og gera tillögur um úrbætur í samvinnu við fjölskyldu og skóla.

Nauðsynlegt getur verið að leita eftir þjónustu víðar t.d.á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, FSA , HAK eða hjá öðrum aðilum og vísa þá starfsmenn deildarinnar á viðeigandi stofnun í samvinnu við foreldra.

Starfsmenn skólateymis sem þjónusta leikskólastigið:
Elva Haraldsdóttir, sérkennsluráðgjafi leikskóla elva@akureyri.is
Guðný Dóra Einarsdóttir, sálfræðingur leik- og grunnskóla gudnydora@akureyri.is


Yfirlit yfir þjónustu fjölskyldudeildar:

Börn 0 – 2 ára

Umsjón með þjónustu –  ráðgjafi í málefnum fatlaðra og sérkennsluráðgjafi

Upplýsingar um fötlun eða grun um þroskafrávik koma frá sjúkrahúsum við fæðingu eða þegar fötlun/grunur um fötlun eða þroskafrávik vaknar.  Einnig koma upplýsingar frá heilsugæslu eða Greiningarstöð.

Frumgreining: Er í umsjá fjölskyldudeildar í samvinnu við aðra sérfræðinga. Þegar ljóst er að um  alvarleg frávik í þroska og hegðun er um að ræða þá er vísað á  sérhæfðar stofnanir til frekari greiningar s.s Greiningarstöð ríkisins, Sjónstöð og  Heyrnar- og talmeinastöð.  Einnig er sótt um forgang á leikskóla til Skóladeildar þegar þess gerist þörf.

Teymisvinna/snemmtæk íhlutun: Ráðgjöf til foreldra út frá fötlun barnsins og þjálfun heima eða á leikfangasafni. Stuðningur við foreldra og fjölskyldu.

Leikfangasafn: Á fjölskyldudeild er safn leikfanga til útlána fyrir fjölskyldur.

Upplýsingagjöf : Upplýsingar til foreldra um félagsleg réttindi, s.s.  heimaþjónustu, heimahjúkrunar, lækkun tekjuskatts, þjónustu Tryggingastofunar ríkisins og Sjúkratrygginga Íslands.

Umönnunarmat: Gerðar eru tillögur til Tryggingastofnunar varðandi umönnunarmat út frá læknisvottorði og upplýsingum frá foreldrum.

Samvinna fagstétta: Samvinna er við aðra fagaðila sem koma að þjónustu við barnið eins og þörf er á og þjónustuteymi mynduð þar sem það þykir henta.

Stuðningur við fjölskyldur:  Foreldrar geta fengið viðtöl við sérfræðinga,  upplýsingafundi fyrir alla fjölskylduna, foreldranámskeið (eru einnig í boði á Greiningarstöð) og systkinanámskeið. Koma á tengslum milli foreldra og foreldrahópa.

Samvinna við hagsmunasamtök:  Samvinna er  við hagsmunasamtök fatlaðra, sérstaklega.

Þroskahjálp á Norðurlandi eystra og fræðsla skipulögð á samvinnu við þau.

Stuðningsfjölskyldur: Í boði eru stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn þar sem þörf er á.


Börn 2 – 6 ára

Umsjón með þjónustu – sérkennsluráðgjafi og ráðgjafi í málefnum fatlaðra

Upplýsingar um fötlun eða grun um þroskafrávik koma frá sjúkrahúsum við fæðingu eða þegar fötlun/grunur um fötlun eða þroskafrávik vaknar.  Einnig koma upplýsingar frá heilsugæslu eða Greiningarstöð.

Frumgreining: Er í umsjá Fjölskyldudeildar í samvinnu við aðra sérfræðinga.

Teymisvinna/snemmtæk íhlutun: Fundir með foreldrum og leikskóla þar sem veitt er ráðgjöf  út frá fötlun barnsins, gerð einstaklingsnámskrár, þjálfunarleiðir ákveðnar og þarfir fjölskyldunnar fyrir þjónustu ræddar. Sett eru markmið sem eru metin reglulega og ný sett.  Skrifaðar eru fundargerðir sem eru aðgengilegar  foreldrum og öðrum í teyminu.

Tilvísanir: Tilvísanir vegna þroska- og hegðunarraskana berast  frá leikskólum, heilsugæslu eða foreldrum til sérfræðiþjónustu fjölskyldudeildar.  Þroskamat,  og mat á aðlögun og hegðun er gert eftir því sem við á.  Þurfi ítarlegra mat er börnum vísað á sérhæfðar stofnanir s.s.  Greiningarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeildir, Sjónstöð og Heyrnar og talmeinastöð

Leikfangasafn: Á fjölskyldudeild er safn leikfanga til útlána fyrir fjölskyldur og leikskóla.

Upplýsingagjöf : Upplýsingar eru veittar til foreldra um félagsleg réttindi, s.s.  heimaþjónustu, heimahjúkrun, lækkun tekjuskatts, þjónustu Tryggingastofunar ríkisins og Sjúkratrygginga Íslands.

Umönnunarmat: Gerðar eru tillögur til Tryggingastofnunar varðandi umönnunarmat út frá læknisvottorði og upplýsingum frá foreldrum.

Stuðningur við fjölskyldur:  Foreldrar geta fengið viðtöl við sérfræðinga,  upplýsingafundi fyrir alla fjölskylduna, námskeið fyrir foreldra og systkinanámskeið. Leitast er við að koma á tengslum milli foreldra og foreldrahópa.

Samvinna við hagsmunasamtök:  Samvinna er  við hagsmunasamtök fatlaðra, sérstaklega Þroskahjálp á Norðurlandi eystra og fræðsla skipulögð á samvinnu við þau.

Stuðningsfjölskyldur: Í boði eru stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn þar sem þörf er á.

PMT – foreldrafærni: Í boði eru námskeið og meðferð fyrir foreldra.

Skólaskil: Eins snemma og þurfa þykir er hafin formlegur undirbúninur að skólaskiptum úr leik- í grunnskóla.  Sendar eru upplýsingar um börnin og sérþarfir þeirra og foreldrum boðið að heimsækja væntanlegan skóla. Að vori eru skilafundir þar sem leikskóli, grunnskóli, sérkennsluráðgjafar og foreldrar hittast þar sem fram fer miðlun nauðsynlegra upplýsinga.

Öll almenn þjónusta Akureyrarbæjar er í boði fyrir allar fjölskyldur