Þróunarverkefnið Snjalltækni, sköpun og málrækt í leikskóla hefur opnað vefsíðu með alls kyns efni og upplýsingum tengdum verkefninu:

http://snjalltaekni.xoz.is/

Hvetjum áhugasama til að kíkja þar inn.

Skólaárið 2015-2016 var þróunarverkefnið Læsishugtakið og námsumhverfið í leikskólanum – að koma til móts við nýja kynslóð unnið í samstarfi við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Verkefnið miðaði að því að innleiða snjalltækni/spjaldtölvur inní starfið með það að markmiði að vinna á skapandi hátt með málörvun. Verkefnið var styrkt af Sprotasjóði.

Snjalltækni – skýrsla 2015-2016

Nokkur smáforrit sem hafa verið vinsæl í vetur:
Snjalltækni í leikskóla – nokkur öpp

Kynning á nokkrum forritum sem voru mikið notuð:
OSMO
Puppet Pals
Book Creator
Tiny Hands

Í kjölfar þessarar vinnu var sótt um áframhaldandi styrk til Sprotasjóðs. Nýja verkefnið fékk nafnið Nýsköpun og snjalltækni – að koma til móts við nýja kynslóð. Markmið nýja verkefnisins miða að því að auka hæfni starfsfólksins í notkun snjalltækja í skólastarfi. Að starfsfólkið læri saman, hjálpist að og miðli sín á milli því sem það lærir og að aukin kunnátta og færni starfsmanna leiði til nýsköpunar og framþróunar í starfinu. Að lokum er gert ráð fyrir að verkefnin sem unnin verða í vetur verði gerð sýnileg þannig að aðrir geti skoðað þau og lært af þeim.

  • Lögð verður áhersla á að líta á snjalltækni sem verkfæri og nýja leið til að læra, tengja snjalltæknina við málrækt og sköpun. Setja skýr markmið, tengja verkefnin við námskránna okkar, byggja nám á leik, áhugahvöt og sköpunargleði og að vinna útfrá hugmyndum barna og kennara.

Hægt er að lesa nánar um skólaárið 2016-2017 með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Snjalltækni – skýrsla 2016-2017