Á Krógabóli læra börn og kennarar að nota TMT – tákn með tali.
Tákn með tali er tjáningarform sem ætlað er börnum sem ná ekki að tileinka sér málið á hefðbundinn hátt vegna frávika í þroska eða fötlunar (Eyrún Ísafold. 2002, TMT). Þrátt fyrir að TMT hafi verið búið til fyrir sérkennslu þá hentar það vel fyrir öll börn sem eru að læra málið.

Tákn með tali vikar þannig að hvert orð á sér ákveðið tákn sem hefur tilvísun í merkingu orðsins. Þegar aðferðin er notuð er mikilvægt að muna að nota tal með því markmiðið er alltaf að kenna börnunum talað mál með aðstoð táknanna.

Ávinningur 

Útfærsla táknanna tekur mið af taltakti og laðar þannig fram myndun málhljóða.
Táknin styðja börn í myndun setninga.
Notkun TMT hefur í för með sér meiri og markvissari boðskipti.
Notkun TMT eflir sjálfstæði og lífsgæði aukast.

TMT á Krógabóli
Á Krógabóli hefur TMT verið fastur þáttur í starfinu frá því árið 2004. Með því að halda þekkingunni lifandi erum við vel undirbúin þegar barn þarf að nota þessa aðferð til að læra málið.

Það hefur sýnt sig að flest börn hafa gaman af að læra táknin og hefur verið lögð áhersla á að tengja þau daglegu lífi og starfi í leikskólanum. Allir starfsmenn og öll börn eiga sitt tákn og eru þau m.a. notuð til að merkja sæti í samverustundum.

Meiri upplýsingar um tákn með tali og hreyfimyndir af táknunum má finna á heimasíðu TMT.        www.tmt.is

Veturinn 2013-2014
Veturinn 2013-2014 var TMT í leikskólanum tekið til endurskoðunar. Markmiðið var að festa í sessi ákveðin tákn úr daglegu lífi, gera vinnuna markvissari og tengja notkun táknanna meira við daglegt líf, leik og verkefni. Búin voru til ákveðin þemu fyrir hvern mánuð t.d. vinnum við með tákn tengd aga í september, tákn tengd vináttunni í október o.s.frv. Auk þess voru búnar til sögur og sönglög með táknunum og fylgir þetta efni hverju þema.

September 
Tákn – september
Sönglag – Við erum góð
Sönglag – Hvar er…
Sönglag – Lagið um það sem er bannað

Október
Tákn – október
Sönglag – Maja maríuhæna
Sönglag – Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með

Nóvember
Tákn – nóvember
Sönglag – Margt þarf að gera í leikskóla
Sönglög – Skín í rauðar skotthúfur

Desember
Tákn – desember
Sönglag – Ég sá mömmu kyssa…

Janúar
Tákn – janúar

Febrúar
Tákn – febrúar

Mars
Tákn – mars 1
Tákn – mars 2

Apríl
Tákn – apríl

Maí
Tákn – maí 1
Tákn – maí 2
Tákn – maí 3
Tákn – maí 4